Hreinsiefni - Vídd flísaverslun

ALLT SEM ÞÚ ÞARFT FYRIR HEIMILIÐ

fILA hreinsiefni

Meira en 200 helstu flísaframleiðendur heims mæla með hreinsivörum frá FILA. Núna fáanlegar hjá VÍDD í Kópavogi og á Akureyri.

Fila Cleaner Pro

Cleaner Pro er umhverfisvænt, hlutlaust hreinsiefni sem skilur ekki eftir sig yfirborðslag á flísum eins og sápur gjarnan gera. Má nota á nánast öll gólfefni, þ.á.m. flísar, náttúrustein, granít, marmara, parket, harðparket og vínyl. 1L brúsi dugir á 1500 fm.

Fila PS87 Pro

PS87 Pro er basískt hreinsiefni sem dugir vel á erfiða bletti og mjög skítug gólf. Efnið er sérstaklega áhrifaríkt gegn fitu, tjöru, olíu og öllum lífrænum óhreinindum. Það hentar einnig sérstaklega vel til að þrífa fúgur á gólfum.

Fila Deterdek Pro

Deterdek Pro er súrt hreinsiefni sem virkar gegn öllum ólífrænum óhreinindum, t.d. ýmis steinefnum, ryði, kalki, kísil, sementsóhreinindum, fúguleifum og þess háttar. Blandist eftir tilefni. Athugið að þetta efni getur mislitað fúgur ef ekki rétt farið með og það má ekki nota það á neinn náttúrustein og marmara.

Fila Fuganet

Fuganet er fúguhreinsir. Svipað af eiginleikum og PS87, nema gelkenndara, sem tollir betur við lóðrétta fleti. Efninu er ætlað sérstaklega að þrífa fúgur. Efnið vinnur sérstaklega vel á fituóhreindinum og sérstaklega fallið að því að þrífa fúgur á milli eldhúsbekkja, sérstaklega þar sem eldavél eða helluborð eru nálægt.

Fila Silicon Refiner

Sérstakt efni sem er spreyjað yfir sílikonkítti svo það sé hægt að draga með kíttisspaða. Skilur ekkert sílikon eftir utan við línuna. Algjört draumaefni fyrir fagmanninn.

Fila No Drops

FILA-NO DROPS Þrífur og myndar vatnsfráhrindandi filmu yfir glerið. Vatnið rennur af án þess að skilja eftir sig kísil eða kalkútfellingar. Kjörið fyrir sturtuklefa.

Fila Stop Dirt

FILA-STOP DIRT Myndar ákveðið yfirborðslag sem auðveldar þrif og býr til ákveðna vörn gegn óhreinindum. Viðheldur upprunalegu útliti gólfefnis yfir lengri tíma.

Fila Via Bagno

FILA-VIA BAGNO er Baðhreinsiefni fyrir flísar, gler, hreinlætistæki og plastyfirborð.

Fila Satin

FILA-SATIN myndar yfirborðshúð fyrir náttúrustein eins og kalkstein, sandstein, skífustein, terracotta o.fl. í þeim dúr. Virkar sem vörn og auðveldar viðhald. Myndar satin gljáa.

Fila Stone Plus

FILA-STONE PLUS – Blettavörn sem skerpir liti í póleruðum og möttum náttúrusteini. Hentar sérstaklega vel fyrir náttúrusteina af öllu tagi, marmara og granít.

Instant Remover

Auðveldar þrif á fúgum í fúgulögnum. Tilvalið til að þrífa bakhlið á flísum. Gott til að þrífa fúguverkfæri. Kemur í veg fyrir fúgugráma eftir lögn

FILA EPOXY PRO

Þrífur epoxyefni, epoxyfilmur (glæru) af yfirborði flísa og náttúrusteins þegar fúgan er lögð. Tilvalið til að þrífa verkfæri eftir epoxylagnir.

Nánari upplýsingar

Þarftu nánari upplýsingar um hreinsvörurnar frá FILA?

Sölufulltrúar okkar hafa svörin!