Search
Close this search box.
Search
Close this search box.

Lím og Fylgiefni

Allt sem þú þarft til flísalagna

Grunnar

Prepara Fondo Evo er frábær grunnur. Með lítilli uppgufun lífrænna efna, EC1PLUS vottun. Grunninn má setja á flest öll yfirborð þar á meðal sementsbundin yfirborð, PVC, linoleum, timbur, keramik og Posturlíns flísar og Nátturusteina. Grunninn má nota yfir gólfhita, inni og utandyra 150-200 g/m2

CT19 Contact Primer eða snertigrunnur er einstaklega góður grunnur, sérhannaður fyrir lítið eða órakadrægyfirborð á við plast eða þegar flísa á yfir aðrar flísar. CT19 myndar mjög stamt yfirborð. Má nota innan og utandyra og er hraðþornandi. 100-150g/m2

Gisogrunnur er góður alhliða grunnur, Má nota innan sem utandyra bæði á gólf og veggi. Grunnur á steypu, flot, múr, gips, anhydrit. Fullkominn með CM90 flísalími
100-200g/m

Kvoður

Aquamaster Evo kvoða kemur tilbúinn til notkunar. Notuð til að vatnsverja votrými bæði innandyra sem utan. Óþarft að nota kverkaborða með Aquamaster Evo. Má nota á t.d steypu, flot, gips, timbur og fleira.

Cl51 Þéttikvoðan frá PCI er fullkominn til að vatnsverja undir flísalögnina. Ætluð til notkunar innandyra fyrir sturtuna, baðkarið og eldhús.

PCI Kverkaborðinn er notaður ásamt CL51 Þéttikvoðunni sem styrking í kverkarnar. Kosturinn við kverkaborðann frá PCI er að hann er mjúkur og auðveldur í notkun.

Cl 65 Innhorn eru notuð sem styrking í horn þegar verið er að vatnsverja votrými. Innhornið er lagt í kvoðuna og gengið úr skugga um að engar klessur né loft sé undir því

Cl 66 Úthorn eru notuð sem styrking í horn þegar verið er að vatnsverja votrými. Úthornið er lagt í kvoðuna og gengið úr skugga um að engar klessur né loft sé undir því

Hreinsiefni

Myndband Litokol