Prepara Fondo Evo er frábær grunnur. Með lítilli uppgufun lífrænna efna, EC1PLUS vottun. Grunninn má setja á flest öll yfirborð þar á meðal sementsbundin yfirborð, PVC, linoleum, timbur, keramik og Posturlíns flísar og Nátturusteina. Grunninn má nota yfir gólfhita, inni og utandyra 150-200 g/m2
CT19 Contact Primer eða snertigrunnur er einstaklega góður grunnur, sérhannaður fyrir lítið eða órakadrægyfirborð á við plast eða þegar flísa á yfir aðrar flísar. CT19 myndar mjög stamt yfirborð. Má nota innan og utandyra og er hraðþornandi. 100-150g/m2
Gisogrunnur er góður alhliða grunnur, Má nota innan sem utandyra bæði á gólf og veggi. Grunnur á steypu, flot, múr, gips, anhydrit. Fullkominn með CM90 flísalími 100-200g/m
Aquamaster Evo kvoða kemur tilbúinn til notkunar. Notuð til að vatnsverja votrými bæði innandyra sem utan. Óþarft að nota kverkaborða með Aquamaster Evo. Má nota á t.d steypu, flot, gips, timbur og fleira.
PCI Kverkaborðinn er notaður ásamt CL51 Þéttikvoðunni sem styrking í kverkarnar. Kosturinn við kverkaborðann frá PCI er að hann er mjúkur og auðveldur í notkun.
Cl 65 Innhorn eru notuð sem styrking í horn þegar verið er að vatnsverja votrými. Innhornið er lagt í kvoðuna og gengið úr skugga um að engar klessur né loft sé undir því
Cl 66 Úthorn eru notuð sem styrking í horn þegar verið er að vatnsverja votrými. Úthornið er lagt í kvoðuna og gengið úr skugga um að engar klessur né loft sé undir því