Collomix LevMix flothrærivél – æskileg fyrir allt að 500m2 rými. Vélin fækkar stöðugildi um einn mann á verkstað. Hrærir þrjá poka í einu og er auðveld og þægileg í notkun. Eykur vinnuhraða í flotverkefnum. Ekkert strit, bara vit.
Xo1 1010W HRÆRIVÉL – Fyrirferðalítil, en áreiðanleg eins gírs hrærivél fyrir allskonar efni, upp að 40 lítra blöndum. Mjög auðveld í notkun, hönnuð með vinnuvist og þægindi í huga.
Xo 10 NC er 1010W batteríshrærivél. Hentar þar sem skortur er á rafmagnsaðgengi. Hrærir allt að 40 lítra blöndur. Mjög auðveld í notkun. Einnig hægt að fá aukabatterí.
Xo 55 er 1450w hrærivél með tveimur pinnum sem hræra saman efni, allt að 90L blöndur. Gríðarlega öflug og vinnuvistvæn vél sem þægileg að stýra. Hægt að víxla hrærum til að fá flotvélavirkni.
Xo4 – 1300w er gríðarlega öflug hrærivél með tveimur gírum. Hentar í allskonar verkefni. Hátt tog (e. torque) veita nægt afl og hraða, jafnvel fyrir erfiðustu efnin. Ídeal blöndur ættu að vera 65L.
LX – hræripinni sem er ætlaður fyrir þunn- og blautefni. Hentar sérstaklega vel fyrir málningu, epoxy og grunna. Hrærir efninu niður á við. Hentar fyrir 500-800w borvélar með 10mm stillingu. Æskilegar blöndur 5 til 15 kg.
KR hræripinninn, einnig nefnt „fuglabúrið“ býr til skýkraft sem þeytir efnum til hliðanna og kemur í veg fyrir klumpamyndun. Hentar sérstaklega vel fyrir flísalím og fúgur. Auðvelt í viðhaldi.
MM hræripinninn hentar fyrir litla skammta (upp að 15 kg) með léttum sementsefnum. Rúnaða stálið hentar sérstaklega vel fyrir borvélar. Stálhringurinn í botninum sér um að verja föturnar fyrir hnjaski.
MKD hræripinnarnir eru fyrir Xo55 duo vélina. Virka bæði á þykk og þunn efni. Sé þeim víxlað breytast áhrifin þannig að þau virka betur á þunn efni eins og flot.
MK hræra frá Collomix er þriggja blaða hræra úr hágæða stáli sem er ætluð sérstaklega ætluð í þung og erfið efni, t.a.m. steypu sem inniheldur grjót upp að 15 mm stærðum.
WK hræripinninn er sá algengasti þar fjölhæfnin er í forgrunni. Notað yfirleitt fyrir lím og steypu. Lágmarkar stress á vélarnar. Rótar efnum upp af botni og þrýstir upp á við.
DLX hræripinninn, einnig nefndur flotpinni – er eingöngu fyrir efni eins og flot eða annað þunnfljótandi sementsefni. Tvenn túrbínublöð sjá til þess að efnið flæðir vel og kemur í veg fyrir klumpamyndun. Ómissandi í flotverkin og þrýstir efni frá toppi niður á botn.
Til þess að slípa af flísalím og önnur efni af flísum og á gólfum. Að slípa upp gólf og ílagnir og fjarlægja málningu eða önnur efni – er CMG1700 prýðileg lausn.