Fila Deterdek Pro

Fila Deterdek Pro

Slide

Fila Deterdek Pro

Vörulýsing

VIRKNI:

• Fjarlægir allar fúguleifar og önnur sementsóhreinindi af flísum.
• Hreinsar hvítar útfellingar af terracottaflísum.
• Fjarlægir hvítar kalksteindir af flísu
• Djúphreinsir fyrir útiflísar.
• Tvöföld virkni, eyðir upp kalkefnum og hreinsar líka: Inniheldur mikið magn af yfirborðsvirkum efnum.
• Fjarlægir ryðbletti.

KOSTIR:

• Varpar ekki frá sér eitruðum gufum/lofttegendum sem eru skaðlegar neytendum eða umhverfinu.  Kærkomin staðkvæmdarvara í staðinn fyrir saltsýru.
• Breytir ekki lit á yfirborði.
• Hreinsar án þess að eyðileggja yfirborð.
• Eyðileggur ekki ál eða stál prófíla.
• Fjölnota hreinsir á terracotta, flísar og sýruþolnar steintegundir.
• Tvöföld virkni: Samkvæmt mismunandi blöndunarhlutföllum, er hægt að nota sem hreinsi eða kalkeyði.

DETERDEK ER FYRIR: 

  • Terracotta
  • Klinkur
  • Gegnheilar flísar
  • Sýruþolnir náttúrsteinar
  • Glerjaðar flísar.

Hreinsar án þess að eyðileggja yfirborð

LEIÐBEININGAR:

Blöndun:
Á milli 1:5 og 1:10 eftir hversu erfið þrifin eru.

Notkun:
Hreinsun á fúguleifum eftir fúgulögn: Bleytið yfirborðið vel með vatni áður en þið hreinsið. Blandið svo DETERDEK á bilinu 1:5 til 1:10 (1 líter af efni út í 5 lítra eða 10 lítra af vatni). Berið blönduna á nokkra fermetra í einu, látið liggja á í fimm mínútur. Skrúbbið svo með stífum skrúbb eða grófum hvítum svampi (pads). Skolið vel með vatni og fjarlægið leifarnar með annað hvort þurrum klúti eða vatnsryksugu. Ef það verða einhverjar leifar eftir, endurtakið þrifin með sterkari blöndu.

Fyrir djúphreinsun utandyra á útiflísum sem óhreinkast hafa með tíma, útfrá ryksöfnun eða einhverskonar mengun: Blandið efnið 1:10, þ.e. 1 lítar útí 10 lítra af vatni. Fylgið sömu leiðbeiningum eins og hér að ofan.

Fyrir hreinsun á sementsfúgum: Blandið DETERDEK 1:10 í vatni. Berið blönduna á fúgurnar og skrúbbið hvítum, grófum svampi (pads). Skolið með vatni og þerrið með klút.

Fjölnota hreinsir

Hægt að nota sem hreinsi eða kalkeyði

Þér gæti einnig líkað við…