Fila PS87 Pro - Vídd flísaverslun

Fila PS87 Pro

Fila PS87 Pro
Fila PS87 Pro

Vörulýsing

PS87 Pro er basískt hreinsiefni sem dugir vel á erfiða bletti og mjög skítug gólf. Efnið er sérstaklega áhrifaríkt gegn fitu, tjöru, olíu og öllum lífrænum óhreinindum. Það hentar einnig sérstaklega vel til að þrífa fúgur á gólfum. Efnið skal blanda í hlutföllum 1:5 í volgu vatni, og látið liggja á fleti í að minnsta kosti 5 mínútur. Skrúbbið vel með viðeigandi áhaldi og skolið með vatni. Þetta er eitt áhrifaríkasta hreinsiefni á markaðnum. Má nota á flestöll steingólf, nema glansandi marmara. Leitið ráða hjá sölumönnum Víddar fyrir nákvæmari ráðgjöf.

VIRKNI

• Blandaður með vatni: Þrífur og hreinsar fitubletti af skítugum gólfum með öllum flísum, leirflísum, náttúrusteini, terracotta og steyptum gólfum.
• Óblandaður: Fjarlægir erfiða bletti úr gegnheilum gólfflísum.
• Tilvalin lausn til að þrífa náttúrustein sem er viðkvæmur gagnvart súrum hreinsiefnum.
• Kjörin lausn til að þrífa öll steypt yfirborð.
• Fjarlægir bón og annað vatnsblandað yfirborðsvax.

KOSTIR

• Þreföld lausn í einu: blettahreinsir, almennt hreinsiefni og bónleysir.
• Eina lausnin sem tekur á virkilega erfiðum blettum á gegnheilum flísum.
• Hreinsar án þess að eyðileggja yfirborð.
• Mjög auðveldur í notkun.
• Fjarlægir epoxyleifar.

NOTKUN:

Blöndun:  Eftir notkun.

Til þess að þrífa og fitu/olíuhreinsa öll yfirborð.  Blandið við vatn í hlutföllum frá 1:10 til 1:20 og berið á yfirborðið.   Látið efnið standa á fletinum í 4 til 5 mínútur.  Skrúbbið svo efnið með stífum skrúbb eða hvítum grófum svampi.  Notið þurran klút eða eitthvað sambærilegt til þess fjarlægja efnið.  Skolið svo vel eftirá.   Fyrir djúphreinsun, blandið þá í vatn 1:5.

Til þess að hreinsa mjög erfiða bletti af flísum.  Berið efnið óblandað á blettinn og látið efnið þorna algjörlega.   Skolið blettinn með vatni í framhaldinu.

Til þess að leysa upp bón:  Blandið 1:5, berið á flötinn og látið standa í 10 mínútur.  Skrúbbið svo með hvítum grófum svampi.  Mælum með notkun hreinsivéla sem nota slíka svampa.   Hreinsið upp efnið með annað hvort þurrum klút eða handklæðum, eða vatnsryksugu.   Skolið vel eftirá með vatni.

FILAPS87  getur verið notaður á pólerað yfirborð blandað ekki sterkara en 1:10 fyrir einstaka djúphreinsun.  Það er einnig hægt að nota það sem djúphreinsi ef yfirborðið er þegar skemmt, en þá í sterkari hlutföllum, 1:5.  Í öllum tilfellum þarf að skola flötinn vel eftirá

Fila PS87 Pro er fyrir:

 • LINOLEUM DÚKA
 • TERRACOTTA
 • KLINKUR
 • GEGNHEILAR FLÍSAR
 • STEYPT GÓLF
 • MATTA NÁTTÚRUSTEINA OG AGGLOMERTE FLÍSAR
 • GLERJAÐAR FLÍSAR.

VARIST 

 • EKKI NOTA Á NÝJAN MARMARA EÐA PÓLERAÐAN NÁTTÚRUSTEIN.
 • EKKI NOTA Á VIÐARGÓLF.
 • EKKI NOTA Á BAÐKÖR ÚR TREFJAPLASTI.
 • LINOLEUM DÚKAR:  GERIÐ STAÐPRUFUR TIL AÐ ATHUGA HVORT LITIR HALDA SÉR.

NÝTING:

 • VIÐHALDSÞRIF 1:20 – 200 M2.
 • BÓNLEYSING 1:5 – 20 M2.
 • HREINSUN Á NÁTTÚRUSTEIN 1:5 – 30 M2.
Fyrir / Eftir
Þér gæti einnig líkað við