Flísahellur - Vídd flísaverslun

Flísahellur

Flísahellur sameina kosti flísa og garðhellna, en eru lausar við mörg vandamál sem fylgt hafa hefðbundnum útilögnum. Þær er hægt að leggja á svalir, þakverandir og í garða.

Viðhaldsfríar útiflísar

Vídd býður flísahellur aðallega frá framleiðendunum Atlas Concorde og Mirage. Flísahellurnar eru með R11 anti-slip hálkustuðli og þola íslenskar aðstæður. Flísahellur koma í stærðum 60×60, 45×90, 80×80, 90×90, 60×120 og 120×120. Parketviðarútlit í 20×120 og 30×120 cm.

Flísahellur i garðinn

Flísahellur henta sérstaklega vel í garða. Þetta er lausn sem er hugsuð til þess að lágmarka viðhald sem heyra til vorverka. Með þeim má útfæra allskonar hugmyndir, allt frá því að búa til stór útisvæði, gangstéttir meðfram byggingum, gangstíga eða stiklur yfir lóðir.

Í sumarbústaðinn

Flísahellur fyrir sumarbústaðinn eða önnur útisvæði. Flísahellurnar eru ýmist lagðar beint í jarðveg eftir sömu lögmálum og venjulegar hellur eða límdar niður eins og hefðbundnar flísar. Í jarðvegslögnum er hægt að kústa sand eða pólymersand í fúgurnar til uppfyllingar.

Flísahellur á svalir

Flísahellur henta einnig fyrir svalir, verandir og á önnur steypt útisvæði. Þær eru lagðar lausar á sérstakar plastundirstoðir, sem er hægt að fá í ýmsum stærðum og gerðum. Þetta er sérstaklega sniðug lausn fyrir svalir, ef það á að fríska upp á útlit. Athuga þarf sérstaklega vindálag á slíkum svæðum.

Stoðkerfi

Flísahellur á stoðum

Hæðarstillanlegar stoðir

Stærðir í boði:

10-15mm
10-25mm
28-40mm
35-50mm
50-75mm
75-120mm

Myndbönd

Flísahellur á stoðkerfi

Ef leggja á flísahellurnar á stoðkerfi er það yfirleitt á steypta eða malbikaða fleti. Stórt atriði í þessu er að vatnsverja steypuna t.d. með dúk, þéttikvoðu eða tjörupappa. Stoðkerfið er síðan sett upp og flísarnar lagðar, ekki límdar, á þær.

Flísar lagðar beint á gras, sand eða möl.

Ef þær eru lagðar beint á gras, möl eða sand, er hægt að beita hefðbundnum aðferðum við hellulagnir. Nota jarðvegsdúka og samsetningu á misgrófri möl og sandi í undirlag.

Undir berum himni

Fótboltagarðurinn – þáttur 1 af 4

Undir berum himni

Útsýnisgarðurinn – þáttur 2 af 4

Undir berum himni

Bambusgarðurinn – þáttur 3 af 4

Undir berum himni

Gróðurhúsagarðurinn – þáttur 4 af 4