Flísahellur sameina kosti flísa og garðhellna, en eru lausar við mörg vandamál sem fylgt hafa hefðbundnum útilögnum. Þær er hægt að leggja á svalir, þakverandir og í garða.

flísahellur

Vídd býður flísahellur aðallega frá framleiðendunum Atlas Concorde og Mirage. Flísahellurnar eru með R11 anti-slip hálkustuðli og þola íslenskar aðstæður. Flísahellur koma í stærðum 60×60, 45×90, 80×80, 90×90, 60×120 og 120×120. Parketviðarútlit í 20×120 og 30×120 cm.

Myndir

Stoðkerfi

Flísahellur á stoðum

Hæðarstillanlegar stoðir

Stærðir í boði:

10-15mm
10-25mm
28-40mm
35-50mm
50-75mm
75-120mm

Myndbönd

Flísahellur á stoðkerfi

Ef leggja á flísahellurnar á stoðkerfi er það yfirleitt á steypta eða malbikaða fleti. Stórt atriði í þessu er að vatnsverja steypuna t.d. með dúk, þéttikvoðu eða tjörupappa. Stoðkerfið er síðan sett upp og flísarnar lagðar, ekki límdar, á þær.

Flísar lagðar beint á gras, sand eða möl.

Ef þær eru lagðar beint á gras, möl eða sand, er hægt að beita hefðbundnum aðferðum við hellulagnir. Nota jarðvegsdúka og samsetningu á misgrófri möl og sandi í undirlag.

Urban Beat Garðaþjónusta

Flísahellur í garðinn

Flísahellur á veröndina

Bæklingar / Verðlisti

Myndband Flísahellur