Flísahellur - Vídd flísaverslun
Vídd Kópavogi
Bæjarlind , 201 Kópavogur
vidd@vidd.is
Sími: 5546800
Vídd Akureyri
Njarðarnes 9 , 600 Akureyri
akureyri@vidd.is
Sími: 446800

Flísahellur

Flísahellur

Viðhaldsfríar útiflísar.

Flísahellur sameina kosti flísa og garðhellna, en eru lausar við mörg vandamál sem fylgt hafa hefðbundnum útilögnum. Þær er hægt að leggja á svalir, verönd eða bílaplön. Vídd býður flísahellur aðallega frá framleiðendunum Atlas Concorde og Mirage

Hönnun og landslagsarkitekt Urbanbeat.is

Útiflísar

Afhverju
flísahellur?

Flísalagnir utandyra, á steypt svalagólf, verandir eða á útitröppur hafa oft reynst vandaverk. Algengt er að slíkar flísalagnir endist skemur en skyldi. Eiga til að losna, vegna hitaþenslu. Þetta byrjar oftast þannig að fíngerðar sprungur myndast í fúgum og flísalími vegna þenslumunarins. Í framhaldinu kemst raki og bleyta undir flísarnar sem þéttist og sprengir flísarnar svo frá í frostum.

Flísahellur geta verið lausn á þessu vandamáli þar sem ekki þarf að líma þær niður. Þær er hægt að leggja niður með ýmsum hætti, t.d. beint á gras, á möl, á sand eða á sérstakt stultukerfi. Algengasta stærð á flísahellum er 60x60x2 cm. Slík flísahella vegur um 17 kg. Einnig er hægt að fá flísahellur í fleiri stærðum eins og t.d. 45×90 cm., 90×90 cm. og að auki í ýmsum plankastærðum, ef sóst er eftir viðarútliti. Með þessu er hægt nýta jarðhitalagnir fyrir snjóbræðslu eins og algengt er með dæmigerðum hellulögnum.

En til hvers að velja flísahellur þegar ódýrari steyptar hellur eru fáanlegar? Kostir flísahellna umfram annan frágang felast helst í því að yfirborð hellnanna er algerlega lokað. Gróður, t.d. mosi eða illgresi eiga ekki að geta skotið rótum eins og gerist með hefðbundnu hellurnar.

Flísahellur
á stultum.

Ef leggja á flísahellurnar á stultukerfi er það yfirleitt á steypta eða malbikaða fleti. Stórt atriði í þessu er að vatnsverja steypuna t.d. með dúk, þéttikvoðu eða tjörupappa. Stultukerfið er síðan sett upp og flísarnar lagðar, ekki límdar, á þær.

Flísar lagðar beint á gras, sand eða möl.

Ef þær eru lagðar beint á gras, möl eða sand, er hægt að beita hefðbundnum aðferðum við hellulagnir. Nota jarðvegsdúka og samsetningu á misgrófri möl og sandi í undirlag.

Við höfum 30 ára reynslu í að þjónusta bæði einstaklinga og fyrirtæki við ráðgjöf við val á byggingarvörum fyrir heimili og stærri verkefni.