Fila Satin

Fila Satin

Slide

Fila Satin

Flokkur: Tags: , ,

Hvað gerir Fila Satin?

Myndar yfirborðshúð fyrir náttúrustein eins og kalkstein, sandstein, skífustein, terracotta o.fl. í þeim dúr.
Virkar sem vörn og auðveldar viðhald.
Myndar satin gljáa
 
Kostir við FILA SATIN?
Varan myndar gljáa, en er einnig notuð til að pólera upp póleruð gólf sem hafa mattast.
Þrír-í-einni lausn: Verndar, viðheldur og gefur gólfinu fallegan gljáa.
Nýtt satin útlit.
Hentar sérstaklega til að búa til sjarmerandi gólf. Eykur útlitseiginleika gólfa.
Auðvelt að bera á og nýtist sérsatklega vel.
Eyðist ekki við þrif.

FILA SATIN er fyrir

Terracotta flísar
Náttúrustein
Agglomerat steinflísar.

ATHUGIÐ! 
Ekki mælt með að bera á efnið gólf utandyra eða í röku eða blautu umhverfi (t.d. baðherbergi og sturtur)
 
Nýting 1L:
Terracotta:  30 fm.
Náttúrusteinn: 30-40 fm.
Leiðbeiningar: 
Notist blandað eða óblandað - fer eftir tilefninu (leitið ráða hjá starfsfólki Víddar)
 
Berið efnið á hreinan þurran flöt.  Dreifið vel úr efninu og gætið að það sé jafnt borið á. Eftir eina klukkustund, berið aðra umferð þvert á fyrri umferðina. Gólfið er tilbúið fyrir umferð eftir hálfa klukkustund eftir að seinni umferð hefur verið borin á.  Fyrir hærra gljástig er hægt að nota sérstaka bónvél eða klút til að nudda efninu almennilega í.
 
Fyrir efni sem eru mjög rakadræg er æskilegt að bera á rakaverjandi efni (FILA StonePlus, MP90 eða FOB), áður en bónið er sett á.
 
Hægt er að viðhalda gljáa efnisins með því að þrífa gólfið fyrst með FILA CLEANER (1:200 blöndunarhlutföll) og bera svo á FILA Satin aftur á blandað 0,5L í 5L af vatni.   Til þess að viðhalda varnareiginleikum efnisns er mælt með því bera efnið á allan flötinn samkvæmt almennum notkunarleiðbeiningum sirka einu sinni á ári.

Þér gæti einnig líkað við…