Velja þarf flísar og fylgiefni sem hæfa aðstæðum. Aldrei ætti að nota annað en fyrsta gæðaflokk.
Ráðlagt er að leita til fagfólks þegar velja skal flísar. Slit .o.fl., harka og rakadrægni flísa eru mjög mismunandi. Einnig eru fáanleg mörg og mismunandi fylgiefni (lím, grunnar, fúgur o.þ.h.).
Áður en flísakaup eru ákveðin er nauðsynlegt að kaupandinn gangi úr skugga um að nægilegt magn sé fyrir hendi, úr sömu framleiðslu. Ástæðan er sú að litatónar, áferðir og jafnvel stærðir geta breyzt á milli sendinga. Varðandi náttúrustein er vert að hafa í huga að meðal sérkenna þeirra er breytileiki. Engar tvær eru eins og þess vegna gefa sýnishorn takmarkaðar upplýsingar.