Search
Close this search box.
Search
Close this search box.

um okkur

Verslun Kópavogi

Verslun Akureyri

Lager

Um okkur
Vídd í 30 ár

Flísaverslunin Vídd var stofnuð árið 1991 af Sigrúnu Baldursdóttir og Árna Yngvasyni. Til að byrja með sérhæfði það sig í innflutningi á flísum úr náttúrusteini, einkum graníti.

Vídd er fyrir löngu orðin að alhliða flísaverslun með nánast allt sem viðkemur flísum og fylgiefnum þeirra.

Upplýsingar

FYRIR KAUPENDUR FLÍSA OG FYLGIEFNA FRÁ VÍDD

Velja þarf flísar og fylgiefni sem hæfa aðstæðum. Aldrei ætti að nota annað en fyrsta gæðaflokk.
 
Ráðlagt er að leita til fagfólks þegar velja skal flísar. Slit .o.fl., harka og rakadrægni flísa eru mjög mismunandi. Einnig eru fáanleg mörg og mismunandi fylgiefni (lím, grunnar, fúgur o.þ.h.).
 
Áður en flísakaup eru ákveðin er nauðsynlegt að kaupandinn gangi úr skugga um að nægilegt magn sé fyrir hendi, úr sömu framleiðslu. Ástæðan er sú að litatónar, áferðir og jafnvel stærðir geta breyzt á milli sendinga. Varðandi náttúrustein er vert að hafa í huga að meðal sérkenna þeirra er breytileiki. Engar tvær eru eins og þess vegna gefa sýnishorn takmarkaðar upplýsingar.

Flísalagnir eru helzt á færi fagmanna, en leikmenn geta líka náð ágætum árangri. Enginn ætti að byrja flísalögn án þess að kynna sér meðhöndlun efnanna sem nota skal samkvæmt aðstæðum. Reynslan sýnir að þegar flísalögn misheppnast er orsökin oftast röng vinnuaðferð. Vídd gefur ráðleggingar um notkun efna, en ber ekki ábyrgð á árangri.

Þó vídd selji aðeins 1. gæðaflokk er nauðsynlegt að athuga allt efni áður en flísalögn er hafin.Gallaðar flísar geta leynzt innan um, og þetta á við um alla framleiðendur. Vídd bætir gallað efni með nýju, en ekki óbeinan kostnað., t.d. við að taka upp eða endurleggja efni.
 
Leitið nánari upplýsingar hjá starfsfólki Víddar ehf.