hentar bæði á gólf og veggi.
CE.SI. hefur í meira en 60 ár boðið upp á hágæða gljáðar postulínsflísar í fjölbreyttu úrvali lita og stærða.
Á árunum 2005-2008 var unnið að hönnun vaðlaugar við Norðurbakka í Hafnarfirði. Einar Birgisson, landslagsarkitekt Landmótunar var fenginn til þess að útfæra útlit vaðlaugarinnar. Hann teiknaði upp listaverk úr mósaík af alls kyns sjávardýrum. Einar fór út til CESI og útfærði hugmyndina með þeim. Framvkæmdir áttu að hefjast 2009 en vegna bankahrunsins var þeim slegið á frest í tæpan áratug. Árið 2017 var verkefnið sett aftur á dagskrá hjá Hafnarfjarðarbæ og hófust framkvæmdir að nýju. Laugin var vígð opinberlega á vordögum 2018. Í laugina var notað mósaík frá CE.SI, Aquamaster kvoða, K100 flísalím og Starlike epoxyfúga frá Litokol. Svæðið var hannað af Landmótun og Hansen verktakar sáu um framkvæmdir. #mósaík #viddehf #cesi #litokol #aquamaster
© Vídd flísaverslun 2024