Alhliða grunnur undir flísalím, flot, múrhúð og múrílagnir á slétt og órakadræga fleti. Hentar líka með gólfhita. Má nota inni og úti. Er tilbúinn til notkunar óblandaður. Gunnurinn er með A+ einkunn í eiturefnalosun innandyra.
Eiginleikar og kostir:
Er með bestu einkunn hvað varðar eiturefnalosun (VOC). EC1Plus umhverfisvottun og A+ einkunn (Émission dans l’air intérieur – frönsk reglugerð).
Fjölhæf vara. Má nota á gólfhita og ofan á lokuð yfirborð eins og eldri flísalögn.
Tilbúin fyrir notkun, þarf ekki að blanda.
Nær fullkominni viðloðun við ólík yfirborð, eins og steypu, flísar, náttúrusteina, trefjasementspanela, PVC, linoleum, málma og sérstaklega timbur.
Fljótlegt í notkun, þornar eftir tvær klukkustundir og má flísaleggja eftir fjórar klukkustundir.
Hentar sem grunnur bæði á lóðrétta og lárétta fleti, bæði innan og utandyra, jafnvel við erfiðar notkunaraðstæður. Vara með gerviplasti sem kemur í veg fyrir drýpi þegar hún er lögð á lóðrétta fleti.
Er með frábært viðnám gegn raka.
Varan er undanþegin takmörkunum fyrir flutninga á vegum, í sjó, í lofti og á járnbrautum.