Hyperflex K100 - Vídd flísaverslun

Hyperflex K100

Hyperflex K100
Hyperflex K100

Vörulýsing

Hyperflex K100 S2

Hágæða hvítt, skriðfrítt sementslím með framúrskarandi aflögunargetu (S2 og löngun vinnslutíma. Notist með öllum tegundum flísa, sérstaklega þeim sem eru í risastærðum. Hentar líka fyrir marmara og allar tegundir af náttúrusteinum. Notist innan- og utandyra fyrir gólf og veggi. Límið losar mjög lítið af rokgjörnum, lífrænum efnum (VOC) og er með A+ einkunn.

Eiginleikar og kostir:

Tilvalið fyrir uppsetningu á stórum flísum, jafnvel með trefjaneti á bakhlið,bæði fyrir gólf og veggi. 
 
Fjölhæf vara.  Einnig hægt að nota á gólfhita og ofan á flísalögð gólf. 
 
Hentar vel á gólfhita. 
 
Hentar vel á flísalögð gólf. 
 
Hentar til flísalagna innan- og utandyra á gólf og veggi, jafnvel við krefjandi aðstæður. 
 
Viðheldur frábærri vinnuhæfni yfir lengri tíma, án þess að þykkna of mikið í fötu. 
 
Sérstök íblöndunarefni gefa K100 líminu mjög fljótandi áferð og auðvelda dreifingu með límspaða. 
 
Ryksnautt flísalím sem dregur verulega úr magni svifryks sem annars myndast við blöndun við vatn. Vinnuskilyrðin verða betri. 
 
Ofurhvíti liturinn dekkir ekki litatóna á glermósaíki. Lág eðlisþyngd tryggir 15% meiri dreifingu í samanburði við önnur hefðbundin sementslím í C2 flokki. 
 
Flísalím sem hefur mikla aflögnun og framúrskarandi vatnsheldni. Vottað fyrir notkun í sundlaugum. 
 
Vara með mjög lága losun rokgjarnra lífrænna efna (VOC). Samræmist flokki EC1PLUS samkvæmt EMICODE reglugerð og er í A+ flokki. (Émission dans l’air intérieur – franskar reglur)

Þér gæti einnig líkað við