Xo6R er öflugasta hrærivélin frá Collomix, hönnuð til þess að hræra mjög stóra skammta. Fjölhæf 2-hraða hrærivél, notuð til að hræra allskonar múrefni og skammta í allt að 90 lítrum í einu. Mótorinn er 2,1 hestafl sem tekst á við öll krefjandi verkefni, einnig tveggja- og þriggja þátta efna. Xo6R er hrærivél fyrir múrarameistarann. Handfangið sérstaklega hannað til að minnka þreytu við mikla notkun, heildarlengd á vélinni hönnuð með það markmið að notendur standa beinir í baki við að hræra efnin, sem minnkar líkurnar á álagsmeiðslum í baki. Vélin er hönnuð til að nota hræripinna með allt að 14 cm. þvermáli. HEXAFIX patrónukúplingin gerir notendum kleift til að skipta um hræripinna án þess að nota auka verkfæri. Framleitt í Þýskalandi úr hágæðaefnum.
Hentar fyrir:
Flísalím, steypu, epoxy, allar tegundir múrefna, flot