Tæki sem skammtar vatni nákvæmlega til að blanda efni á byggingarsvæði. Tengdu það einfaldlega við slöngu, stilltu magn, hengdu tækið á fötuna og ýttu á play. Þegar því er lokið slekkur AQiX sjálfkrafa á sér. Tækið tryggir nákvæmt vatnsmagn í hvert einasta skipti. Virkar best við 2-6 bar vatnsþrýsting. Þolir hámark 16 bar. Tækið er knúið af 2 AA rafhlöðum, svo það þarf ekki að tengja við rafmagn. Það er fljótlegra, auðveldara og hreinna að blanda saman en nokkru sinni fyrr. AQiX gefur nákvæmt vatnsmagn sem nútímaefni krefjast.