Starlike EVO - Vídd flísaverslun

Starlike EVO

Starlike EVO
Starlike EVO

Vörulýsing

STARLIKE EVO

Litokol Starlike epoxyfúgan er tveggja þátta sýruþolin epoxyfúga sem má einnig nota sem lím. Starlike fúgan er frábrugðin eldri epoxyfúgum með þeim hætti að hún er mjög auðveld og mjúk í meðhöndlun. Í þessari fúgu eru ekki nein litarefni notuð, heldur málaður sandur. Það auðveldar þrifin mikið frá því sem áður var. Fúgan er einnig skilgreind sem ertandi, líkt og sementsfúga, en ekki ætandi eins og aðrar epoxyfúgur. Starlike fúgan er algjörlega vatnsheld fúga og er auðveld í þrifum, ef hún er lögð rétt. Starlike hentar sérstaklega vel í sundlaugar, saunur, baðherbergi, matvælaiðnað, á borðplötur, bílskúra og svalir, innan- og utandyra.

Starlike hentar fyrir flísar, glermósaík, terracottaklinkur, málmmósaík, náttúrustein, steinvölur, marmara*, timbur og gler.

*Við ljósan marmara þarf að athuga sérstaklega með prufu áður en lagt er yfir allan flötinn.

Til athuganar:

Áður en fúgan er lögð skal hreinsa fúgusporið vandlega með rökum klút. Sementsleifar úr flísalími sem er ekki þrifnar geta myndað svarta rákir í fúgunni, einkum í ljósum litum.

Tímasetningar á vinnsluþáttum fúgunnar miða við 23°C hita. Við lægra hitastig lengjast ferlin, til að mynda hörðnun, en við aukinn hita verða þau hraðari.
Fúgan er mynduð úr fúgudegi og herði þar sem ákvörðuð eru rétt hlutföll. Það má aldrei blanda minni skammta til að mynda helming og helming. Afleiðingarnar geta breytt efnaþoli og styrkleika fúgunnar og möguleika hennar á fullkominni hörðnun.

Engin bleyta má vera í fúgusporinu áður en fúgan er dregin í. Það getur valdið blettamyndun þegar rakinn festist undir fúgunni.
Æskilegt er að vanda sig vel við fúgulögnina, þannig að áferðin verði hvað sléttust á fúgunni. Sé þetta ekki gert, er hætt við því að fúgan verði gróf áferðar, sem veldur því hún verður erfið í þrifum.
Á meðan fúgan er að harðna, tekur hún í sig óhreinindi. Æskilegt er að verja svæðið af gagnvart þeim. Forðist að saga gifsplötur o.þ.h. og annað sem þyrlar upp ryki.

Æskilegt er að hræra saman fúguna á lágsnúningi, til þess að forðast loftbólumyndun í fúgunni.

Það er æskilegt, en ekki nauðsynlegt, að nota gúmmíhanska í vinnslu á Starlike epoxyfúgunni.

Það er óþarfi að nota rauðspritt við hreinsun á Litokol Starlike.

Leiðbeiningar:

Í fötunni eru leiðarvísir, herðir og fúgudeig. Kynnið ykkur leiðarvísinn áður en er byrjað. Opnið pokann með herðinum og tæmið alveg úr pokanum í degið. Hrærið saman efnið á lágsnúningu uns efnin tvö blandast alveg saman. Vinnslutími fúgunnar frá blöndun um 45 til 60 mínútur eftir hita og rakastigi á vinnustað. Hérna er einnig valkvætt að blanda glimmeri út í fúguna til skrauts.

Dragið fúguna yfir flísarnar með stífum fúguspaða. Óhætt er að byrja strax að móta fúguna og nota þá nóg af vatni (volgt/heitt) og grófan svamp (pads). Ef svampurinn rífur of mikið í fúguna þarf að nota meira að vatni og forðast að þrýsta svampinum í fúguna, heldur nota léttar hringlaga hreyfingar. Þegar vatnið kemst í snertingu við svampinn myndast froða.

Þegar áferðin er orðin ákjósanleg á fúgunni skal nota venjulegan svamp til að ná froðunni upp. Þegar þeirri hreinsun er lokið er fúgan látin þorna. Hér er mikilvægt að engin óhreinindi berist í fúguna. Fúgan tekur 24 klukkustundir að ná fullri hörðnun (miðað við 23°C).

Eftir 24 klukkustunda biðina getur borið á glansblettum sem minna helst á fitubrák. Það eru leifar af herðinum og það hreinsast með Litonet hreinsiefninu. Nauðsynlegt er að byrja sem fyrst á að hreinsa glærublettina af flísunum. Tímaramminn til þess að sinna slíku getur verið upp undir 48 klukkustundir, en eftir því sem dregur lengra verður erfiðara að fást við blettina. Ef lengri tími leið frá þornun, er æskilegast að hafa samband við starfsfólk Víddar strax.

Litonet efnið er borið á flötinn og látið liggja á í að minnsta kosti 20 mínútur. Litonet Gel er seigara og er ætlað fyrir veggi. Eftir að efnið hefur legið blettunum skal skrúbba blettina með grófa svampinum (padsinum). Ef blettirnir eru ennþá til staðar þarf að endurtaka ferlið þar til viðunandi árangri er náð.