FLÍSAR OG MÓSAÍK

Vídd býður upp á flísar í talsverðu úrvali frá þekktum og viðurkenndum framleiðendum. Við leggjum mikla áherslu á bjóða upp á það sem endurspeglar nýjustu hönnun sem ögrar norminu, en tryggir hámarks gæði og endingu. Við höfum 25 ára reynslu við að ráðleggja okkar viðskiptavinum, bæði einstaklingum og fagfólki með stór og smá verk.

Orðið „flís“ táknar m.a. plötu eða hellu (þunna) sem nota má til að þekja yfirborð.  Flísar eru framleiddar úr margskonar efnum og í fjölda stærða.  Flestir flísaframleiðendur bjóða fleiri gæðaflokka en þann fyrsta. Í flísaframleiðslu fellur alltaf eitthvað til sem ekki uppfyllir gæðakröfur. Framleiðendur merkja þannig vöru yfirleitt sem annan- eða þriðja flokk eftir atvikum, en sumir setja þetta í „spariföt“ og nota fínni orð eins og t.d. „commercial choice“. Sú vara er ódýrari en 1. flokkur, enda vantar upp á að hún uppfylli einhverjar kröfur. Vídd mælir ávallt með vali á 1. flokks flísum.

Terrazzoútlit
Þrívíddarflísar
Þrívíddarflísar
Náttúrusteinsútlit
Náttúrusteinsútlit
Steypu- og flotgólfsútlit
Steypu- og flotgólfsútlit
Marmaraflísar
Marmaraflísar
Nútímaútlit
Parketflísar
Parketflísar
Mynstursflísar
Mynstursflísar
Málmflísar
Málmflísar/Málmútlit
Veggflísar
Mósaík
Múrsteinsflísar