DS 40 Flot 3-40 mm - Vídd flísaverslun

DS 40 Flot 3-40 mm

DS 40 Flot 3-40 mm
DS 40 Flot 3-40 mm

Vörulýsing

DS40 – Sjálffljótandi flot sem fleytir 3-40 mm þykktir í einni lögn. Kemur í 25 kg. pokum.

Kostir:

  • Gott þykktarsvið
  • Flýtur rosalega vel og hægt að dæla því
  • Mjög slétt yfirborð
  • Lítil spenna – vottað fyrir notkun í skipum.
  • Hægt að nota undir parket
  • EC1 umhverfisvottun
  • Blái engillinn umhverfisvottun
  • C35 þrýstistyrkur  (e. compressive strength)
  • F7 beygjustyrkur (e. flexural strength)

Notkunarsvið:

Mjög losunarlítið, fjöllliðubætt semenstflot sem býr til undirlag fyrir öll gólfefni, þar með talið parket. Uppfyllir helstu staðla og er hægt að nota á gólf eins og:

  • Steypu og ílögn.
  • Flísar, náttúrustein og terrazzo
  • Gamalt undirlag úr ofangreindum efnum.

Thomsit DS 40 er hægt að nota á svæðium sem verða fyrir miklu sliti og álagi t.d. sjúkrahúsum, verslunum, verslunarmiðstöðvum og iðnaðarvöruhúsum.  Það hefur verið hannað fyrir ahliða notkun undir fjaðrandi, textíl og viðargólf. Notaðu Thomsit DS 40 aðeins á þurrum svæðum innandyra.  Ekki nota sem slitflöt.

Thomsit DS 40 hefur verið viðurkennt og vottað sem skipabúnaðarhlutur í samræmi við skipabúnaðartilskipun ESB (MED), útgefið og undir eftirliti vottunaraðilans DNV GL, einingar B og D.

Upplýsingar:

Litur:  Grár

Stærð á pokum:  25 kg

Fjöldi á pallettu: 42 stk.

Vatnsmagn per poka: 4,5 til 5 lítrar / 25kg

Vinnslutími: sirka 40 mínútur

Hægt að ganga á:  Eftir tvær klukkustundir.

Hægt að leggja gólfefni á;

Upp að 20 mm. þykku lagi: eftir sirka 24 klukkustundir

Yfir 20 mm. og upp að 40 mm. þykku lagi: eftir sirka 48 klukkustundir

Hægt að leggja viðargólf (parket) á:

Upp að 20 mm. þykku lagi: eftir sirka 48 klukkustundir.

Yfir 20 mm. og upp að 40 mm. þykku lagi: eftir sirka 96 klukkustundir.

Notkunarþörf:

Þykktarlag:

1,7 kg./m2 per mm.

5,1 kg./m2 per 3 mm.  (4,9 m2 á poka)

17 kg./m2 per 10 mm. (1,5 m2 á poka)

34 kg./m2 per 20 mm. (0,7 m2 á poka)

Undirlagið þarf að vera hreint og uppfylla staðla og reglur.  Það þarf að vera hreint, þurrt og laust við spurngur og önnur efni sem hindra viðloðun.

Eftirfarandi hámarksraki má vera:

Upphituð múrílögn: 1,8% raki

Óupphituð múrílögn: 2% raki

Upphitað anhydrite: 0,3% raki

Óupphitað anhydrite: 0,5% raki