NOIR ST. LAURENT

NOIR ST. LAURENT

blankblankblankblank

NOIR ST. LAURENT

Vörulýsing

MARVEL PRO NOIR ST. LAURENT flísarnar frá ATLAS CONCORDE eru úr steinefnablöndu úr kvartzi, feldspati, leir o.fl. Blandan er pressuð við ca. 450 kg/cm2 þrýsting og sindruð við 1250°C hita. Aðferðin tryggir gríðarlegt slitþol og afar lága vatnsídrægni. Tölugildi þessara þýðingarmiklu eiginleika eru mun betri en gildandi staðlar (ISO 10545-3 og 10545-6) kveða á um. Litun samkvæmt “Coloured-in-body-porcelain” tækni. Litadreifing V2 og hálkustuðlar R8 (glans áferð) og R9 A (mött áferð). MARVEL PRO NOIR ST. LAURENT flísarnar eru kantfræstar og brúnir míkrófasaðar. Nákvæmni framleiðslunnar er slík, að fúgubreidd getur verið 1 mm.

MARVEL PRO NOIR ST. LAURENT hentar á nánast öll rými, innan- og utandyra. Þær henta sérstaklega vel á baðherbergi, en einnig á eldhús, stofur, forstofur, sólstofur, hótel, veitingastaði, sumarbústaði og svo framvegis.  Flísin er eftirmynd af svörtum St. Laurent marmara frá Frakklandi.

Stærðir

30x60 cm.
60x60 cm.
75x75 cm.
45x90 cm.
75x150 cm.
120x120 cm.
120x240 cm.

Mósaík / skraut:
1,7×1,7 cm. mósaík mix glans.
3×3 cm. mósaík matt.
7×7 cm. mósaík 3D glans og matt.