Skógarböðin - Vídd flísaverslun

Eitt skemmtilegasta verkefnið sem við komum að árið 2022 voru Skógarböðin á Akureyri. Eigendur komu til okkar með hugmyndir um að finna eitthvað efni sem væri með náttúrulegu útliti, sem myndi falla vel að ímynd staðarins og umhverfi. Lausnin var að finna hjá Atlas Concorde, sem höfðu þá skömmu áður frumsýnt vörulínuna Norde. Norde helgar sig að kvarssteinsútlitinu og fyrir valinu varð Piombo liturinn, sem er sá dekksti í línunni.  Stærðin á öllum rýmum var 60×120 cm. en í 30×60 cm. í sturtuklefum með Roccia áferðinni, en hún er einmitt í R12 hálkustuðli. 

Fylgið okkur á instagram @viddehf