Reflet er vörulína sem er hönnuð í samstarfi við arkítektinn Andrea Boschetti. Þetta er afrakstur tveggja ára rannsóknarvinnu þar sem Mirage og Boschetti leiddu saman til þess að koma fram með þessar framúrstefnulegu vöru á flísamarkaðinn. Rétt eins og ljósið, þá er speglun í arkítektúr ákveðinn strúktúr sem segir ákveðna sögu. Við erum að tala um ákveðið tækifæri í hönnun þar sem umhverfið verður partur af hönnunni. Það ræðst af samspilinu milli þeirra Reflet flísarnar leitast við að brúa það bil. Vörulínan er fáanleg í stærðinni 20×60 cm. með tveimur áferðum, annars vegar Antique, með antík speglaáhrifum, og Sketch, með möttum en ákveðnum lýsandi áherslum. Efnið í þessu er m.a. 24 karata gull og flísarnar má nota utandyra sem er ekki þekkt í þessum geira.
© Vídd flísaverslun 2024