atlas-concorde-logo1.jpg

Marvel Shine er glæný vörulína frá Atlas Concorde sem eru leiðandi á flísamarkaðnum með marmaraútlitið. Vörulínan er hönnuð í samstarfi með helstu marmaravinnslum á Ítalíu og eru öll smáatriði færð í stílinn. Það sem er nýtt við Marvel Shine, er ný áferð sem minnir á mattslípaðan marmara. Ekki alveg matt, en ekki heldur alveg glans. Þetta gefur Marvel línununum töluvert meiri dýpt.

Þessi lína einblínir á hvítu marmarategundirnar, þá aðallega Calacatta og Statuario. Í Marvel Shine er hægt að púsla saman flísum þannig að æðarnar í marmaraútlitinu flæði þvert yfir flísarnar.

 Marvel Shine