Mand - Vídd flísaverslun

Mand

Mand eru skrautflísar sem ætlaðar eru til notkunar innan- og utandyra. Vörulínan dregur sín áhrif úr handverki með leir og keramik, þar sem ekkert þarf að vera fullkomið, en nær samt að standa tímans tönn, rétt eins og verk eftir handverksmenn. Litirnir þrír eru nokkuð hlutlausir, beinhvítir, ljósgrár og terracotta. Áferðirnar eru fjórar talsins og ættu þær að gefa ákveðna vídd í hönnun, þar sem hægt er að fara úr skandinavískum stíl yfir í miðjaðarhafsstíl.