Jurupa er nýjasta afurðin frá Mirage í parketflísum. Þessar parketflísar eru eftirlíking af Jurupa eik, sem er trjátegund sem vex í Kaliforníu. Litirnir eru mjög fágaðir en hlutlausir og henta þannig á öll rými. Hérna er áherslan lögð á litlu smáatriðin sem virkilega skila sér í óaðfinnanlegu útliti. Áferðin er mjög slétt, en líkist vel slípuðum viðarplanka. Jurupa parketflísarnar eru með klassísku eikarútliti sem er ekki of kvistað.

Stærðirnar eru tvær – annars vegar 20×120 cm. sem hentar í öll hefðbundin rými en núna í fyrsta skipti, erum við að útvega 30×240 cm. formið, sem hentar sérstaklega vel á öll stærri rými. Þetta er akkurat rétta valið fyrir opinbera staði t.a.m. hótel, veitingastaði eða samgöngumiðstöðvar o.s.frv.

 Mósaík