Flísar fyrir eldhús - Vídd flísaverslun

01. Flísar í eldhús, svartar

Flísalagaðar borðplötur er ekki ný hugmynd, en við notum gjarnan 75×150 cm. stærðirnar í slík verkefni. Hérna valdi viðskiptavinur okkar Marvel Stone Nero Marquina frá Atlas Concorde í 75×150 cm. sem borðplötuefni og 30×60 cm. á milli skápa.Takið eftir hvernig efnið nýtist í kringum gluggann. ESA vinkillistar frá Genesis eru notaðir við frágang á úthornum og flísalagt er á framhlið borðplötunnar. Við mælum með Litoelastic epoxylími frá Litokol á timburplötur eins og var gert í þessu verkefni. Þetta verkefni var lagt af fagmönnunum í S.Guðmundsson.ehf.