Zero Sil

Zero Sil

Slide

Zero Sil

Vörulýsing

 Fjarlægir leifar af gömlu silikoni, límbandi, lími, verðmiðum og polyúrethan froðu.

 Einnig skilvirkt gegn kertavaxi, resin og fitu/olíublettum.

 
Handhægt efni í notkun - plastspaði fylgir með.

Kostir:

Hægt að nota á marmara, náttúrustein, fúgur og önnur rakadræg efni til þess að fjarlægja yfirborðsleifar.
Gelkennt efni: Virkar beint á leifarnar sem þú vilt fjarlægja.
Fljótvirkt efni: Leysir upp harðnað sílikon á 20 mínútum.
Hentar sérstaklega vel fyrir flísar
Lyktar af sítrus.

Hentar fyrir flísar, náttúrustein, marmara, gler og málm.

Leiðbeiningar

1. Ef leifarnar eru sérstaklega erfiðar, fjarlægið fyrst með því að skafa mest með hníf, sköfu eða þessháttar áhaldi.

2. Hristið brúsa fyrir notkun og dreifið óblönduðu efni yfir allt efni sem þarf að fjarlægja.

3. Látið efnið vinna á í 20 mínútur.

4. Þegar tíminn hefur liðið skal skafa leifarnar af með plastspaðann sem fylgir í pakkanum, svo þurrka upp rest með klút eða handklæði.

5. Ef nauðsyn krefur - endurtakið ferlið og látið efni vinna lengur ef þurfa þykir.

6. hreinsið plastspaðann með klút eða handklæði.

Athugið

Þetta efni getur mattað metakrýlefni, plast og önnur efni sem eru húðuð með resinefnum, t.d. agglomeríð. Gætið að því að prófa efnið á slíkum flötum til þess að athuga áhrifin. Ef yfirborð var bónað þarf að endurbóna gólfið eftir hreinsun.