PCI Nanófúga

PCI Nanófúga

blank

PCI Nanófúga

Flokkur: Tags: , ,

Vörulýsing

PCI Nanofug Premium er af mörgum talin ein þægilegasta fúgan til þess að vinna með. Hefur langan vinnslutíma og harðnar síður á yfirborði flísa. Hefur góða rakavörn.

Notkunarsvið:

 • Inni- og utandyra
 • Fyrir veggi og gólf
 • Fúgubil 1 til 10 mm.
 • Fyrir allar gerðir af flísum, glermósaík og glerflísum.
 • Fyrir allar tegundir af náttúrusteini og marmara.
 • Til heimilis- og einkanota m.a. baðherbergi, sturtur, á svölum og öðrum útisvæðum.
 • Til nýtingar í verslunar- og þjónustusvæðum, m.a. blautsvæðum eins og sturturýmum, sánum og salernum.
 • Á upphituð gólf, þurrsteypu, forsteyptar einingar, gifssteina, gifsplötur, viðargólf og rými þar sem hitabreytingar eru töluverðar.

Eiginleikar:

 • Mjög auðveld í þrifum.
 • Aukin vörn gegn súrum hreinsiefnum.
 • Aukin vörn gegn vissum myglum og örverum
 • Ákjósanlegur vinnslutími, ca. 40 mínútur.  (Hægt að ganga á eftir 2 tíma, fullt burðarþol eftir 24 tíma)
 • Fljóta að taka sig, en harðnar ekki á yfirborði flísa
 • Fíngerð áferð og litir haldast vel.
 • Uppfyllir CG2 WA til DIN 138888.2009 staðla
 • Mjög lítil útlosun, GEV-EMICODE EC1 PLUS
 • Lágt krómatinnihald

Mikilvægir punktar:

 • Varist að nota fúguna þegar hitinn er lægri en 5°C og hærri en 25°C, eða í heitu veðri, eða rökum aðstæðum.
 • Hátt hitastig hraðar efnahvörfum fúgunnar, á meðan lágt hitastig hægir á.
 • Nauðsynlegt að slökkva á gólfhitakerfum á meðan gúfan er dregin í og á meðan hún harðnar (amk 24 tíma).
 • Athugið sérstaklega eiginleika náttúrusteina sem eru sérstaklega viðkvæmir fyrir litblöndun. Æskilegt að taka stikkprufur til athugunar áður en lagt er á heil svæði.
 • Grámi getur gjarnan myndast á flísunum eftir fúgulögn. Við slík tilvik er æskilegt að nota súr hreinsiefni eins og FILA Deterdek amk tveimur dögum eftir. Bleytið fúgur með vatni áður en gráminn er þrifinn af flísnunum með Deterdek. Skolið vel eftirá með hreinu vatni.
 • Í tilfelli glerjaðra flísa, er mögulegt að fúgan fylli upp í míkrósprungur í glerungi.  Þar af leiðandi er æskilegt að hafa ekki andstæðan fúgulit við bakgrunnslit á slíkum flísum. Takið stikkprufur á flísum ef það er óvissa með þetta atriði.
 • Athugið að svarti fúguliturinn þarfnast umfangsmeiri þrifa.
 • Mælt er með að nota fúgublöndur úr sömu framleiðslum.
 • Aldrei bæta við vatni í fúgublöndur sem er þegar búið að blanda.
 • Ef fúga skal sundlaugar eða heita potta skal ekki nota þessa fúgu, heldur epoxyfúgur.
 • Geymslutími:  Í fötum lágmark 12 mánuðir.  Í bréfpokum lágmark 6 mánuðir .
 • Þrífið verkfæri strax að verki loknu. Þornuð fúga er einungis hægt að skrapa af með viðunandi áhöldum en ekki efnum.

Þér gæti einnig líkað við…