MP 01 SQUARE

MP 01 SQUARE

blankblank

MP 01 SQUARE

Vörulýsing

MASHUP SQUARE flísarnar frá MIRAGE eru úr gegnheilli steinefnablöndu úr kvartzi, feldspati. leir o.fl. Blandan er pressuð við 450 kg/cm2 þrýsting og sindruð við 1250 °C hita. Aðferðin tryggir gríðarlegt slitþol og afar lága vatnsídrægni. Tölugildi þessara eiginleika eru mun betri en þau sem gildandi staðlar (ISO 10545-3 og 10545-6) krefjast. Innbyrðis litadreifing er V2 og hálkustuðull R10 A+B. MASHUP SQUARE flísarnar eru kantfræstar og brúnir míkrófasaðar. Nákvæmni framleiðslunnar er slík að fúgubreidd getur verið 1 mm.

MASHUP línan er samsetning, mynduð úr steypu- og flotgólfsútliti annars vegar, og náttúrusteinsútliti hinsvegar. Áferðin á flísunum er mött, dálítið stöm, en samt sem áður auðveld í þrifum og viðhaldi. Útlítið er mjög líflegt sem veldur því að lítið sést á þeim. Þar af leiðandi henta þær sérstaklega vel í nánast öll rými, einkum þau þar sem mikið álag er til að mynda eldhús, anddyri og svo framvegis. Hönnunin er einnig með nýtískulegu móti, en samt klassísku útliti sem tenst tímans tönn.

Stærðir

15x60 cm.
30x60 cm.
60x60 cm.
90x90 cm.

Myndir

Þér gæti einnig líkað við…