Litojoint evo er tveggja þátta epoxylím í hylkjum sem notað er til að festa og styrkja 45° brúnir og þrep í flísum og náttúrusteini.
Eiginleikar og kostir:
Tilbúið til notkunar
Auðvelt í notkun
Þornar fljótt
Vatnshelt
Veðurhelt
Einstaklega góð viðloðun án þess að nota grunt á öll yfirborð og byggingarefni
Kemur í staðinn fyrir sérsmíðuð þrep
Kemur í staðinn fyrir notkun á málmprófílum
Myglufrítt
Vara undanþegin takmörkunum fyrir flutninga á vegum, í sjó, í lofti og á járnbrautum.
Vara með mjög lága losun rokgjarnra lífrænna efna (VOC). Samræmist flokki EC1PLUS samkvæmt EMICODE reglugerð og er í A+ flokki. (Émission dans l’air intérieur – franskar reglur)
Fáanleg í 12 litum, bæði hlýjum og köldum, ásamt einum glærum.