Henkel Ceresit CT19 Supergrip

Henkel Ceresit CT19 Supergrip

blank

Henkel Ceresit CT19 Supergrip

Flokkur: Tag:

Vörulýsing

Henkel CT19 Supergrip er sendinn grunnur sem nota á lokuð yfirborð sem erfitt er að grunna.   Grunnurinn þornar á 30 til 45 mínútum í einni umferð.   Hentar flest öll yfirborð, þar á meðal álplötur, steypu, pvc, plast, málningu, epoxy og aðra álíka erfiða fleti. Grunnurinn getur líka farið á eldri flísalögn, sem þýðir að það sé hægt að leggja nýja lögn á eldri flísalögn.

CT19 grunnurinn er sérstaklega hentugur til þess að bera á Flooréwa álhitaplötukerfin ásamt öðru lími eins og CM90, CM18 eða CM77.

Ef þú ert að huga að framkvæmdum, en vilt endilega ekki standa í því að brjóta flísar af gólfum og veggjum - þá er til lausn.

Lausnin felst í því að nota sérstakan grunn frá Ceresit sem nefnist CT19. CT19 grunnurinn er með gríðarlega viðloðun ásamt því að vera „sendinn”. Það þýðir að yfirborðið verður sendið með keimlíkri áferð og sandpappír.

Til þess að nota þessa lausn þarf fyrst að þrífa flísarnar vel og vandlega. Sérstaklega þarf að ná allri fitu af yfirborðinu og það er hægt til dæmis með því að nota PS87 hreinsirinn frá FILA.

Þegar yfirborðið er hreint er hægt að bera á CT19 grunninn með pensil eða rúllu, eftir tilefninu. Það er nóg að láta grunninn þorna í 30 mínútur. Eftir það getum við flísalagt á flötinn.

Þér gæti einnig líkað við…