Arkshade Cream

Arkshade Cream

blankblankblankblank

Arkshade Cream

Vörulýsing

ARKSHADE er fjölbreyttasta vörulína Atlas Concorde sem hefur komið fram til þessa. Við erum að tala um vörulínu sem er algjörlega miðuð við þarfir fagfólks sem er að sjá um hönnun á stórum verkefnum, sama hvort það séu íbúðir eða risa samgöngumiðstöðvar. Í grunninn skiptist þetta niður í gólfflísar, sem eru fáanlegar allt frá 30×60 cm. alveg upp í 120×240 cm.  Áferðirnar eru matt, glans og gróf í gólflísunum ásamt mörgum skrautútfærslum. Samspil þessara þátta gerir innanhússhönnuðum og arkitektum kleift að búa óteljandi útfærslur. Athygli vekur líka að matta áferðin er með R10 hálkustuðli – en er samt með yfirborði sem er auðvelt í viðhaldi og þrifum.

Í veggflísunum býður ARKSHADE upp á 40×80 cm, kantskornar veggflísar með glerung. Í þetta skiptið eru litirnir alls tólf sem skiptast niður í þrjár deildir. Við erum með hlutlausa litatóna: Hvítur, djúpgrár, ljósgrár og milligrár. Við erum með mjúka litríka tóna: Fölgrænn, kremaður, ljósgráblár og ljósbrúnn.  Við erum líka með sterka litatóna eins og skærgulan, túrkís, dimmbláan og eldrauðan.

Guli, dimmblái, hvíti og ljósgrái eru fáanlegir í 3D mynstri á meðan allir litir eru fáanlegir í mósaíki og öðrum skrautflísum.

Samþætting á þessum efnisþáttum er mjög tæmandi fyrir hvert verkefni.  Hérna skortir nánast ekkert fyrir lagnir, bæði veggi og gólf, í öll verkefni.

Stærðir

blank
ARKSHADE CREAM 40×80 cm

Mósaík

blank

blank

blank
ARKSHADE CREAM MATT 30.5x30.5 cm