Gróður vex ekki í gegnum polymersand

Polymersandur tryggir að flísahellur verði algerlega viðhaldsfríar, þar sem hann kemur í veg fyrir vöxt gróðurs á milli flísahellnanna. Ólíkt venjulegum sandi þéttist polymersandurinn þegar efnin eru virkjuð.

Vinkillistar

  • Smella saman
  • Auðvelt í uppsetningu
  • Framleitt úr endurunnum efnum
  • Tryggir að lögnin færist ekki til

Myndbandið sýnir hérna glöggt virknina:

LEIÐBEININGAR:

1

blank
Dreifið sandinum jafnt yfir svæðið.

2

blank
Sópið sandinum með strákúst (mælu með millistífum kústhárum). Fyllið vel í fúguraufar og sópið í stuttum strokum.

3

blank
Þjappið yfir allt svæðið með þjöppunarvél. Mælt er gegn því að nota þjöppunarvélar með stálplötum beint á flísahellur. Einnig hægt að slá í flísahellur með gúmmíhamar.

4

blank
Dreifið meiri sand yfir svæðið og kústið aftur yfir svæðið.

5

blank
Þjappið sandinum með þjöppunarvél öðru sinni.

6

blank
Sópið burtu afgangssandinum af svæðinu.

7

blank
Jafnið út hæðina á sandinum með fínum kústi eða laufblásara.

8

blank
Sandurinn ætti að vera upp að fösuninni eða ca. 3 mm fyrir neðan efstu hæðarlínu.

9

blank
Byrjið frá botni brekku með því að úða vatni yfir ca 20 fm svæði í einu í sirka 10 til 15 sekúndur til að láta sandinn setjast. Eftir örskamma bið, úðið aftur yfir svæðið í 30 sekúndur.

10

blank
Æskilegt er að nota laufblásara til að blása vatninu af yfirborði grófra flísahellna ofan í fúgurnar.

Þurrktími:  Til þess að ná fram hámarks viðloðun og langtímastöðugleika, þá verður að leyfa sandinum að þorna algerlega eftir fyrstu vökvun þegar sandurinn er „virkjaður“. Þurrktíminn er styttri ef það er heitt og þurrt, en lengri ef veður er rakt og kalt. Hægt er að ganga strax á flísahellunum. Ef þetta er sett í bílastæði með 3cm flísahellum verður að bíða með bílaumferð í að minnsta kosti 48 til 72 klukkustundir. Æskilegt er að athuga veðurspá áður hafist er við framkvæmdir. Forðist að leggja polymersandinn ef rigningu er spáð.