NID PARKETFLÍSAR

NID er ný vörulína sem er stytting á orðtakinu „Natural indoor design”. Við erum að tala um parketflísar sem er óður til eikarinnar. Eik er sígild viðartegund sem er mjög algeng, þar sem hún er harðgerður viður sem stenst álagið. Nú hafa Atlas Concorde komið með þessa vörulínu sem mætti túlka sem uppfærslu á eldri eikartegundunum sem hafa verið á boðstólum í parketflísum. Í NID eru fjórar tegundir sem skiptast upp eftir hversu ljós eða dökk eikin á að vera. Hún er ekki sérstaklega kvistuð en alls ekki einlit.  Allar tegundirnar gefa mjög hlýleg blæbrigði. Þar af leiðandi er hægt að para allskonar eikarinnréttingar og hurðir við þessa tegund parketflísa. NID býður upp á þrjár mismunandi stærðir, þar sem 18,5×150 cm. er ný viðbót. Hinar eru 25×150 cm. og 15×90 cm.

Einnig fæst hún í 60×60 og 40×120 cm. flísahellum.

Þetta eru parketflísar sem standast tímans tönn.

atlas150px.png