Flísaðu á flís!

blankEf þú ert að huga að framkvæmdum, en vilt endilega ekki standa í því að brjóta flísar af gólfum og veggjum – þá er til lausn.

Lausnin felst í því að nota sérstakan grunn frá Ceresit sem nefnist CT19. CT19 grunnurinn er með gríðarlega viðloðun ásamt því að vera „sendinn”. Það þýðir að yfirborðið verður sendið með keimlíkri áferð og sandpappír.

Til þess að nota þessa lausn þarf fyrst að þrífa flísarnar vel og vandlega. Sérstaklega þarf að ná allri fitu af yfirborðinu og það er hægt til dæmis með því að nota PS87 hreinsirinn frá FILA.

Þegar yfirborðið er hreint er hægt að bera á CT19 grunninn með pensil eða rúllu, eftir tilefninu. Það er nóg að láta grunninn þorna í 30 mínútur. Eftir það getum við flísalagt á flötinn.