Vissir þú að dílagrjót er einn dýrasti náttúrusteinninn? Ástæðan fyrir því er hversu erfitt er að ná honum úr jörðinni og vinna hann. Efnið hefur hörku á við stál og kvars og þarf yfirleitt að nota dýnamít til að ná því úr berginu. Enska orðið fyrir dílagrjót er porphyry sem er komið af forngríska orðinu porphyra sem merkir fjólublár. Það er lýsir litnum á berginu, sem er iðulega vínrautt með gráum og fjólubláum tónum. Á tímum Rómarveldis var þetta efni iðulega notað í höggmyndir af ýmsu tagi.
 
Nú hefur Atlas Concorde komið með nýja vörulínu er nefnist Dolmen Pro sem tekur mið af þessum náttúrusteini. Við munum bjóða upp á það bæði í flísum og flísahellum. Tveir gráir litir og einn vínrauður ásamt blandútgáfu eru í boði. Stærðirnar eru 37,5×75 75×75 og 75×150 cm. í flísum en í flísahellum 22,5×22,5 cm, 22,5×45,5cm og 60×120 cm.

 Dolmen Pro