Bjórböðin á Árskógssandi

Í sumar opnuðu Bjórböðin á Árskógssandi. Bjórböðin eru heilsuböð þar sem gestir njóta vellíðunar í fallegu umhverfi Eyjafjarðar. Verkefnið er hugarfóstur aðstandenda Bruggverksmiðjunnar Kalda, þar sem hugmyndin er af tékkneskri fyrirmynd. Bjórböðin eru staðsett utarlega í þorpinu á Árskógssandi, með útsýni yfir fjörðinn og fjöllin í kring. Aðstæður eru hreint til fyrirmyndar. Byggingin skiptist í tvær álmur, þar sem bjórböðin og slökunarrými eru í annari álmunni, en veitingastaður í hinni. Einnig eru útisvæði með heitum pottum og panorama útsýni í kring.

Í þessu verkefni var ákveðið að nota Koru parketflísarnar frá Mirage, í 20×120 cm. formi með eplaviðarútliti. Hugmyndin var til að skapa skemmtilegar andstæður með því að hafa ljóst á gólfum en dökkt á veggjum. Val á parketflísum var því heppilegt, til þess að geta skapað hlýleika í hönnun.

www.bjorbodin.com

KORU fæst í 20×120 cm. og 22,5×180 cm. plankastærðum en einnig í öðrum skrautstærðum eins og síldarbeini og chevron. Kannið úrvalið.