ÁLGLUGGAR

Allt frá 1992 hefur Vídd ehf boðið íslenskum húsbyggjendum viðarklædda álglugga frá sænska fyrirtækinu H-FÖNSTRET AB.

NyLogoFarg_web_

ÁLGLUGGAR

Allt frá 1992 hefur Vídd ehf boðið íslenzkum húsbyggjendum viðarklædda álglugga frá sænska fyrirtækinu H-FÖNSTRET AB.  Í dag hafa þessir gluggar verið settir í meira en 80 byggingar hérlendis.  Þar á meðal skóla, skrifstofubyggingar, verslunarhúsnæði, iðnaðarhúsnæði, íbúðablokkir og sérbýli.

Sérstaða þessa sænska gluggakerfis byggist á lokuðum álprófíl sem er berandi og viðarhluti innan veðurkápu. Gluggarnir eru fyrir, hvort sem er, tvöfalt eða þrefalt gler.  Búnaður opnanlegra faga er prófaður fyrir 300 þús. opnanir.  Gluggarnir afhendast fullglerjaðir, tilbúnir til ísetningar.

 

MYNDASAFN